#6 Bleika og bláa slikjan

Kynjamenning, kynjaskipting, kynjanámskrá og kynjakvarðinn. Hvernig valdeflum við stúlkur og drengi til að þau geti verið í styrkleikunum sínum óháð kyni? Í þættinum ræðum við bleiku og bláu slikjuna, hugtök notuð um hörguleinkenni kynjamenningar. Við ræðum þau verkfæri sem efla stúlkur í að nota röddina sína, efla sjálfstraustið og að taka pláss og hvernig má efla drengina í samskiptum, framkomu og að ræða tilfinningar sínar. Kæra vinkona Kristín Cardew, hjallasystir og kennari í Barnaskólanum í Reykjavík, segir okkur frá þessum birtingarmyndum. Í starfi sínum með börnum eru sköpun og jafnrétti henni hugleikin. Kristín býr yfir mikilli reynslu og deilir með okkur sinni þekkingu og ráðum um hvernig má draga fram styrkleika barnanna okkar og skapa umhverfi þar sem einstaklingurinn fær að njóta sín.

Hjallastefnan heima er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum © 2020 Hjallastefnan ehf.